Aðstaðan

Metabolic á Akranesi er staðsett á Ægisbraut 29, 300 Akranesi.

Húsnæðið er með 130fm vel skipulögðum æfingasal sem er hár til lofts, bjartur og með stórri rennihurð svo auðvelt er að lofta út eða æfa utandyra þegar vel viðrar. Í húsnæðinu eru einnig tveir sturtuklefar, nuddherbergi og salernisaðstaða.

Í æfingasalnum er að finna 48fm gervigras, fjóra veglega hnébeygju-/bekkpressurekka, Life Fitness dragvél, þrjú Assault hjól, þrjár Concept róðravélar, ásamt nóg af stöngum, lóðum, ketilbjöllum, sleðum, boltum og öðrum spennandi verkfærum.